Vöruskil

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi
hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu
umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við
upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð
vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara
Sé vara gölluð hvetjum við kaupandann að hafa samband við okkur. Viðskiptavinum er boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir.